Nýjasta kvikmynd Kevin Smith, Tusk, er byrjuð í tökum og í dag birtist ný mynd af leikaranum Justin Long í hlutverki sínu. Í myndinni leikur Long mann sem er breytt í rostung með hjálp dularfulls sæfara.
Smith segir að hugmyndin hafi komið í spjalli á útvarpsstöðinni sinni, SModcast, þar sem hann og félagi hans, Scott Mosier, lásu grein um mann sem þáði frítt húsnæði með þeim fyrirmælum að klæðast sem rostungur.
Smith fer aldrei troðnar slóðir þegar það kemur að því að gera kvikmyndaverk og bíða aðdáendur hans ofvæni hvað hann geri næst. Leikstjórinn hefur gagnrýnt kvikmyndaverin í Hollywood fyrir að styrkja ekki verkefni hans, en það hefur þó aldrei stöðvað hann í að gera kvikmyndir.
Með önnur hlutverk í myndinni fara m.a. Haley Joel Osment, Johnny Depp og Genesis Rodriguez.