Justice League árið 2015

Warner Bros. hefur hingað til horft frá hliðarlínunum á gríðarlega vel heppnaða uppbyggingu Marvel-kvikmyndaheimsins, sem náði hápunkti með nördaveislunni The Avengers í maí 2012. Á meðan hafa þeirra eigin tilraunir ekki gengið sem skyldi, ef Batman Nolans er undanskilinn, og hann hefur nú lokið sér af. Engir tilburðir gerðir til þess að sýna að hinar fjölbreyttu hetjur DC heimsins búi einnig í sömu veröld á hvíta tjaldinu.

Í kjölfarið á því að vinna sigur í alvarlegri lögsókn, sem hefði mögulega getað svipt Warner réttinum á stórum hlutum Superman, hefur stúdíóið sett á fullt og miðar nú að því að koma Justice League mynd út árið 2015. Þannig verður það ár líklega stærri ofurhetju face-off í miðasölunni en við sáum í ár, því The Avengers 2 mun koma út 1. maí 2015.

Ekki er myndin langt kominn, en handritshöfundurinn Will Beal (Gangster Squad) hefur hamrað á ritvélina handrit sem líklega verður byggt á. Við munum ekki sjá nýja Batman mynd fyrir árið 2015, þannig að gera má ráð fyrir að nýr Blaki verði kynntur til sögunnar í myndinni. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort hyggt sé á að fá þá Henry Cavill (Man of Steel) og Ryan Reynolds (Green Lantern) aftur í sín hlutverk, eða hvort myndin muni stilla allt á byrjunarreit.

Hvern mynduð þið vilja sjá leikstýra Justice League?