Ákveðið hefur verið að þrjár Jurassic World-myndir verði gerðar. Leikstjóri næstu myndar verður hinn spænski JA Bayona.
Hann segir að þríleikurinn verði trúr arfleið upphaflegu Jurassic Park-myndanna úr smiðju Steven Spielberg og bætir við að Colin Trevorrow, leikstjóri Jurassic World, hafi séð fyrir sér þrjár myndir.
Jurassic World náði gríðarlegum vinsældum og sló alls kyns aðsóknarmet.
Trevorrow og Bayona eru að skrifa handritið að næstu mynd en tökur eiga að hefjast eftir sex mánuði.
Aðdáendur Júragarðsins búast við myrkari framhaldsmynd frá Bayona, sem er þekktastur fyrir þættina Penny Dreadful og hryllingsmyndirnar The Orphanage og A Monster Calls.
Jurassic World 2, eða Ancient Futures eins og hún er kölluð sem stendur, er væntanleg í bíó í júní 2018.