Fyrsta stórmyndin árið 2015 verður heimsfrumsýnd föstudaginn 6. febrúar. Jupiter Ascending, sem er nýjasta mynd Wachowski-systkinanna Andys og Lönu, en þau gerðu m.a. Matrix-myndirnar og myndirnar Bound og Cloud Atlas, og skrifuðu einnig handritið að V For Vendetta árið 2005.
Í þetta sinn færa þau okkur geimvísindasögu sem sögð er stórkostlega vel gerð og spennandi og um leið full af húmor og óvæntum skemmtilegheitum. Með aðalhlutverk fara Mila Kunis, Channing Tatum, Sean Bean og Eddie Redmayne.
Myndin fjallar um Jupiter Jones sem vinnur fyrir sér með hreingerningum og er frekar óánægð með hvernig líf hennar hefur þróast inn í hálfgerða blindgötu sem hún sér enga leið út úr. Allt á þetta þó eftir að breytast þegar í ljós kemur að í raun er hún sú útvalda manneskja sem ætlað er að berjast gegn hinni illu drottningu alheimsins og koma í veg fyrir að skelfilegar áætlanir hennar nái fram að ganga.
Jupiter Ascending verður sýnd í Sambíóunum, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllinni á Akranesi.