Viral marketing herferðin í kringum stærstu mynd ársins, The Dark Knight, sem Kvikmyndir.is forsýnir í kvöld, hefur svo sannarlega teygt sig til okkar á klakann. Nú nýjast er það að bíóauglýsingar Sambíóanna í Morgunblaðinu hafa orðið fyrir skemmdarverkum Jókersins. Það er m.a. búið að krota yfir plakat myndarinnar Deception og setningar á borð við „Let’s put a smile on that face“ hafa ekki látið Ewan McGregor í friði.
Í raun get ég ekki lýst þessu betur í orðum, ég mæli einfaldlega með því að þið opnið Moggann í dag og kíkið á þetta, því ég hef ekki séð þetta gert áður. Þetta nær aftur til sunnudagsmoggans að því sem ég best veit, en endilega látið okkur vita ef þetta nær lengra aftur í tímann en það.

