Nýjasta kvikmyndin um Arthur Fleck, Joker: Folie a Deux, skaust rakleiðis í toppsætið á aðsóknarlista íslenskra kvikmyndahúsa nú um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlegt umtal víða um heim og skartar þeim Joaquin Phoenix líkt og í fyrri myndinni ásamt Lady Gaga og fleirum.
Fleck glímir áfram við tvöfalda sjálfsmynd sína og hittir draumadísina Harley Quinn á Arkham sjúkrahúsinu. Þar finnur hann einnig tengingu við tónlistina sem hefur alltaf hljómað innra með honum.
Íslendingar hafa sýnt Joker: Folie a Deux talsverðan áhuga og fóru alls 4.532 manns á myndina og tókst Phoenix og félögum að velta Ljósvíkingum úr toppsætinu. Sú mynd er nú komin í þriðja sæti og vel yfir 12 þúsund manns hafa séð hana frá frumsýningu.
Þá var einnig teiknimyndin Villta vélmennið frumsýnd á dögunum og hreppti annað sæti aðsóknarlistans, með rétt yfir þrjú þúsund gesti.
Listann má nálgast í heild sinni að neðan.