Sæmilega langt brot úr Andrew Stanton-epíkinni, John Carter, hefur ratað á netið og gefur okkur bæði gott innlit í hasar myndarinnar, hvernig tæknibrellurnar líta út, og að lokum sjáum við enn meira glænýtt myndefni úr myndinni.
Disney virðast loksins skilja að nánast enginn er almennilega spenntur yfir myndinni, enda hefur markaðsetning myndarinnar ekki verið uppá marga fiska. Nú er spurning hvort þetta nýja myndefni sé hugsanlega meik-or-breik díll?
Í stuttu máli er John Carter byggð á Barsoom-bókaseríunni eftir höfundinn Edgar Rice Burroughs um ungan mann sem dag einn vaknar á yfirborði Mars og kemst að því að hann hefur ofurmannlega krafta þar vegna þyngdarafls plánetunnar. Hann flækist síðan í öfluga báráttu um völd plánetunnar.
Það hefur verið í fréttum uppá síðkastið að myndin hafi kostað fúlgur fjár og sé meðal dýrustu kvikmynda allra tíma (þó aðstandendur myndarinnar harðneiti því að sjálfsögðu), en nú langar okkur að vita hvort notendum finnst hún líta það kostnaðarsamlega út? Eru lesendur farnir að verða spenntir yfir henni eða er ennþá sami „meh“ fílingur yfir þessu öllu?