Gamanmyndin Jóhannes sem var frumsýnd nú um helgina naut hylli hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum og vermir myndin efsta sætið á aðsóknarlista kvikmyndahúsanna. Alls hafa 6655 gestir séð myndina eftir fyrstu sýningarhelgina, sem er stærsta helgaropnun íslenskrar myndar á árinu.
Íslenskir gagnrýnendur hafa hlaðið myndina lofi (þ.e.a.s. allir nema einn – giskið hver). Sæbjörn Valdimarsson gefur myndinni umsögnina „Jóhannes er myndin hans Ladda, hún er röð af bráðfyndnum uppákomum sem hann og pottþétt aukaleikaralið koma frábærlega til skila svo úr verður ósvikin skemmtun. Sannkölluð feelgood mynd, ekki veitir af. ***1/2“
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarpi Sögu gefur myndinni umsögnina „Myndin fær fullt hús stiga – 5 stjörnur. Þetta er alvöru tær snilld. *****“
Atli Steinn á Bylgjunni gefur myndinni umsögnina „Æðisleg. Þetta er það besta síðan Sódóma Reykjavík. ****1/2“
Það verður forvitnilegt að sjá hvort myndin haldi toppsætinu, sérstaklega þar sem að Zombieland og Couples Retreat verða báðar frumsýndar á föstudaginn næsta, en báðar þær myndir hafa gert frábæra hluti í Bandaríkjunum. Spurning hvort Laddi ráði við þessa titla.
En hvað segið ykkur? Hvernig voruð þið að fíla hann Jóhannes?

