Jessica Biel er í viðræðum við Kenneth Branagh um að leika í Thor. Sérvitringar um teiknimyndasögur spá því helst að Biel muni leika Jane Foster sem er hjúkka og kærasta Donald Blake, „alter-ego“ Thors. Aðrir möguleikar gætu verið Amora, The Enchantress eða Sif. The Enchantress er öflugt galdrakvikndi sem reynir að láta Thor verða ástfanginn af sér. Þegar Thor hafnar henni fyrir Sif, stríðskonu frá Ásgarði, hjálpar The Enchantress honum Loka að vinna gegn Thor.
Áður var búið að staðfesta Chris Hemsworth sem Thor, en hann lék föður James T. Kirk í nýjustu Star Trek myndinni.
Ég verð að segja, ég man nú ekki eftir neinu af þessu úr norrænni goðafræði.

