James gerir nýja Space Jam

Eftir magra ára hik og vandræðagang lítur út fyrir að mynd sem margir hafa beðið eftir, framhald körfuboltamyndarinnar Space Jam frá árinu 1997, þar sem teiknimyndapersónur öttu kappi við leikmenn úr NBA deildinni bandarísku, verði að veruleika.

Aðalleikari kvikmyndarinnar verður stærsta stjarnan í körfuboltanum vestan hafs þessi misserinu, LeBron James leikmaður LA Lakers.

Framleiðendur myndarinnar, SpringHill Entertainment, hafa birt fyrstu ljósmynd úr myndinni, en þar má sjá nafn James á búningsklefanum, við hlið annarrar stjörnu, Bugs Bunny, eða Kalla kanínu.

 

View this post on Instagram

 

🏀 🥕 🎬

A post shared by SpringHill Entertainment (@springhillent) on

Þá sést á myndinni að Black Panther  leikstjórinn Ryan Coogler er framleiðandi, og Terence Nance mun leikstýra.

Í samtali við The Hollywood Reporter sagði James að hann vildi fá Coogler að verkefninu eftir að hann sá Black Panther í bíó.

„Ég dýrkaði sýn hans,“ sagði James, og sagði að þegar hann var að alast upp hafi engar þeldökkar ofurhetjur verið til. „Þannig að það að Ryan búi til slíka mynd sem krakkar geta séð, er frábært.“

James sagði einnig að ástæða þess að hann vildi gera myndina, væri að hann vildi hvetja krakka til að halda fast í drauma sína.

Frumsýningardagur hefur enn ekki verið ákveðinn, en áætlað er að hefja tökur á næsta ári, þegar NBA deildin er í fríi.