Náðu í appið
Öllum leyfð

Space Jam 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. febrúar 1997

Get ready to jam

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Myndin fékk Grammy verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd: R. Kelly - I Believe I Can Fly

Söguþráður myndarinnar er að hluta til spunninn í kringum það þegar Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna um tíma og sneri sér að því að leika hafnarbolta. Útgáfan er þó í anda Bugs Bunny. Hann og félagar hans hafa komið sér í meiri vandræði en þeir hafa áður lent í. Þeir eru búnir að eignast nýja andstæðinga sem heita The Nerdlucks,... Lesa meira

Söguþráður myndarinnar er að hluta til spunninn í kringum það þegar Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna um tíma og sneri sér að því að leika hafnarbolta. Útgáfan er þó í anda Bugs Bunny. Hann og félagar hans hafa komið sér í meiri vandræði en þeir hafa áður lent í. Þeir eru búnir að eignast nýja andstæðinga sem heita The Nerdlucks, og eru smávaxnar geimverur sem eru lentar á jörðinni. Þeir hafa þau fyrirmæli frá foringja sínum, hinum miskunnarlausa og herskáa Swackhammer að ræna félögunum í Looney Tunes og flytja þá í leiðinlega skemmtigarðinn Moron Mountain á plánetunni þar sem the Nerdlucks búa. Það vantar meira fjör á plánetuna hans Swackhammers og hann telur að Bugs Bunny og félagar séu einmitt það sem vantar til að hressa upp á skemmtigarðinn og gera hann skemmtilegri. Til að forða sér frá hættunni skora Bugs Bunny og félagar á geimverurnar í körfuboltaleik og þar eiga úrslitin að ráðast. Ef Looney Tunes vinna fá þeir að vera kyrrir á jörðinni en ef þeir tapa lenda þeir í hrömmunum á illmenninu Swackhammer. Geimverurnar eru ekki seinar á sér að taka áskoruninni og þá fyrst kemur í ljós að þær eiga sér óhugnanlegt leyndarmál og geta sogað í sig alla körfuboltahæfileikana sem snillingar á borð við Charles Barkley, Patrick Ewing, Muggsy Bogues, Larry Johnson og Shawn Bradley búa yfir. Þegar Bugs Bunny kemst að því hversu snjalla ansdstæðinga hann á í höggi við gerir hann sér grein fyrir því að hann þarf meira en litla hjálp til þess að eiga möguleika á sigri. En hvar á hann að leita að hjálp? Geimverurnar eru búnar að sjúga hæfileikana úr öllum bestu körfuboltaleikmönnum í heimi. En þá man Bugs Bunny eftir því að hann þekkir hornaboltaleikmann sem getur kannski hjálpað honum. Stærsta stjarnan í körfuboltaheiminum er nefnilega búin að leggja skóna á hilluna og er farin að leika hornabolta með lélegum árangri. Michael Jordan er úti á golfvelli að spila við vini sína Bill Murray og Larry Bird og blaðafulltrúann sinn Stan þegar Bugs Bunny lætur til skarar skríða og sogar Michael Jordan til sín í gegnum 16. holu og inn í teiknimyndaveröldina. Stan blaðafulltrúi fylgir með. Eftir að þeir félagar hafa á sinn hátt útskýrt vandamálið fyrir Michael Jordan og grátbeðið hann um hjálp fellst hann á að snúa sér aftur að körfuboltanum og spila einn leik með liðinu. Hvað annað getur hann gert? Þeir neita að hleypa honum heim. En Michael Jordan fær efasemdir þegar hann gerir sér grein fyrir því að liðsandinn hjá liðinu Tune Squad er ekki upp á það besta. Wile E. Coyote er alltaf að reyna að klekkja á The Roadrunner og kötturinn Sylvester getur ekki séð litla fuglinn hann Tweety í friði. Staðan í hálfleik er slæm en þá kemst Stan að því hvert leyndarmál geimveranna er og að þeir eru búnir að stela öllum körfuboltahæfileikunum frá bestu leikmönnum NBA deildarinnar. Barkley og Ewing geta ekkert lengur. Nú fyrst veit Michael Jordan að það er um líf og dauða að tefla. Í seinni hálfleik verður hann í fyrsta lagi að bjarga Bugs Bunny og félögum frá því að verða sendir út í geiminn og líka að að bjarga NBA deildinni frá glötun og skila hæfileikunum til Barkleys, Ewings og hinna. Og staðan er 64-18 fyrir geimverurnar.... minna

Aðalleikarar


Hver man ekki eftir Kalla kanínu og vinum hans. Núna er kominn mynd með kalla kanínu þar sem hinn næstbesti körfuboltamaður allra tíma(Chamberlain var miklu betri), hann Michael Jordan. Kalli þarf hjálp vegna þess að vond skrímsli hafa tekið mátt úr Patrick Ewing og Charles Barkley og kalli og félagar þurfa að keppa við þá í körfubolta. Jordan mun gera það og ef kalla lið tapar, þá verður Michael Jordan þræll hjá vondu mönnunum alla ævi sem hann mun lifa. Það er gaman að sjá Bill Murray og Wayne Knight leika hér í myndinni því að þeir eru oftast skemmtilegir. Myndinn hefur húmpor og hefur góða leikara. Tvær og hálf. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Space Jam byrjar á því að hálvitarnir frá Hálvitafjalli taka alla í Looney Toons sem gísla. En Kalli og félagar fá að gera smá veðmál við þá um að spila við þá körfuboltaleik. Og hálvitarnir fá þá hugmynd að stela hæfileikunum frá NBA leikmönnunum. Svo næst þegar að Kalli og allir félagarnir eru að gera grín að þeim á körfuboltavellinum þá sjá þeir næst að þeir eru orðnir að risatröllum. Og þá þurfa Kalli og félagar að ná í Michael Jordan í gegnum golfholu til að spyrja hann um að spila við littlu tröllin í körfubolta vegna þess að þeir segjast ekkert geta á móti þeim. Og þá er bara næsta að horfa á leikinn í myndinni. Mér hefur alltaf þótt gaman að Kalla Kanínu og félögum. Og maður fær að sjá fullt af frægum körfuboltamönnum í myndinni, eins og Charles Barkley, Patrick Ewing, Larry Johnson og síðast en ekki síst Michael Jordan. Mér fannst þetta bara svona miðlungsmynd með samt nokkuð fyndnum atriðum. Hún fær 2 og hálfa stjörnu hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög skemmtileg mynd, en hún er blanda af kvikmynd og teiknimynd með björtustu Looney Toons stjörnunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2021

33 - Ofhleðsla sölupakka og gott popp

Er nýja Space Jam myndin í algerum sérflokki hvað sölugubb og hégómaplögg varðar? Hvenær og hvar hættir bíómynd að vera 'bíómynd' og verður að meiri vöru um vöru(r) í stað sögu með sál? Poppkúltúr skoða...

09.08.2021

Sjálfsvígssveitin langvinsælust

Síðastliðinn miðvikudag var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og á streymisveitu HBO Max um nýliðna helgi. Íslendingar létu sig ekki vanta í bíó og rauk myndin í toppsæti aðsóknarlistans með ...

03.08.2021

Bátsigling á toppnum

Ævintýramyndin Jungle Cruise ber höfuð og herðar yfir aðra titla í kvikmyndahúsum þessa dagana hvað aðsókn varðar. Myndin flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans um helgina og voru hátt í fjögur ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn