Jack Sparrow vinsælastur

Ævintýramyndin Pirates of the Caribbean: Salazar´s Revenge, með Johnny Depp í hlutverki sjóræningjaskipstjórans Jack Sparrow, fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu sýningarhelgi nú um helgina, sem þýðir að íslenska hryllingsmyndin Ég man þig, varð að lúta í gras eftir þrjár vikur samfleytt á toppi listans.

Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum, en þar í landi varð þessi nýjasta Pirates mynd langaðsóknarmest nú um helgina með meira en 77 milljónir bandaríkjadala í tekjur.

Í þriðja sætinu er svo geimtryllirinn Alien: Covenant, sem fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: