Jack Sparrow mun leita Æskubrunnsins í Pirates 4

Þetta á líklega ekki eftir að koma mörgum á óvart en Pirates 4 mun að öllum líkindum verða að veruleika. Nýjustu fréttir vestanhafs í dag eru þær að Pirates 4 muni fara í framleiðslu á næsta ári og koma út 2012. Myndin eigi að fjalla um leitina að Æskubrunninum „The Fountain of Youth.“

Persónulega get ég verið sammála kollega mínum á Movieblog.com og segja að mér fannst Pirates 3 vera algert rusl. Hvað myndi fá þig til að fara í bíó á nýrri Pirates mynd ?