Á laugardaginn verður haldin Little Lebowski Fest á Bar Uno í Engihjallanum, en Lebowski hátíðir hafa verið haldnar á Íslandi í tvö ár, og var sú síðasta í Keiluhöllinni í mars á þessu ári. Í kringum 50 manns mættu á staðinn og skemmtu sér konunglega, með white russian í einni og keilukúlu í hinni. Hátíðin beinir ljósi á þá snilld sem The Big Lebowski er, en myndin er án efa á topplista margra kvikmyndaunnenda, og er af mörgum talin ein besta mynd allra tíma.
Little Lebowski Fest verður s.s. haldin nú á laugardaginn, 13.september kl.20 og verður m.a. haldin búningakeppni og horft á The Big Lebowski ásamt því að white russian verður á góðu verði. Það kostar 2.200 kr. við inngang og er innifalið í miðaverði: 1 white russian, 1 leikur í keilu og bolur/glasamotta (1.500 kr. ef keilu er sleppt).
Plakatið fyrir atburðinn er hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.


