Kvikmynda -unnendur, -nerðir sem og aðdáendur James Cameron um heim allan hafa verið að blogga síðustu daga af mikilli sorg. Þetta kemur fram á helstu kvikmyndasíðum á netinu um helgina. Ástæðan er sú að það eru bara alls ekkert öll kvikmyndahús sem ætla sér að halda Avatar daginn, annaðhvort nenna þeir því ekki eða hafa ekki réttu græjurnar til að sýna myndina í þrívídd. Það komast því færri að en vilja á heimsvísu til að sjá þennan merkilega viðburð.
Þeir sem komast ekki í bíó til að sjá trailerinn í þrívídd verða að sætta sig við að sjá trailerinn á netinu, en það hefur frést að trailerinn verið gefinn út á netinu sama dag.
Íslendingar geta því verið sáttir við Senu hvað þetta varðar því þeir ætla jú einmitt að halda þennan dag og sýna trailerinn í þrívídd. Fólk ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara, enda verður pottþétt mikil stemmning. Við vonumst allavega til að sjá sem flesta á svæðinu 🙂
Nánari upplýsingar um Avatar daginn má finna hér.

