ÍSLAND::KVIKMYNDIR í nótt

Annað kvöld, föstudaginn 12. febrúar, verður haldin Safnarnótt víðsvegar um höfðuborgarsvæðið þar sem söfn verða opin fram að miðnætti. Þjóðmenningarhúsið er þar engin undantekning en þar hefur verið í gangi sýningin Ísland::Kvikmyndir, og verður því sú sýning opin frá 20:00 til 24:00. Þar er hægt að skoða brot úr íslenskri kvikmyndasögu ásamt fjórum básum þar sem kvikmyndir eru til sýnis í fullri lengd, jafnt gamlar sem nýjar. Það verður ábyggilega góð stemmning þarna og aldrei að vita nema aðstandendur nokkurra kvikmynda láti sjá sig.

Nánar má lesa um Safnarnótt á www.safnarnott.is