Óvænti stórsmellurinn Intouchables rauk beint í efsta sæti nýjasta DVD / Blu-ray listans á Íslandi, og kemur fáum á óvart eftir fádæma vinsældir í bíó.
The Intouchables er byggð á sannri sögu. Philippe er franskur auðmaður sem slasast illa í fallhlífarsvifi og lamast við það fyrir neðan háls. Þetta verður honum að sjálfsögðu mikið áfall ekki síst vegna þess hversu lífglaður útivistarmaður hann var fyrir slysið. Þegar Philippe er ásamt aðstoðarkonu sinni að ráða einhvern til að annast sig sækir um starfið ungur maður, Driss, en hann er með heldur vafasaman feril að baki. Driss sjálfum til mestu furðu ræður Philippe hann þrátt fyrir að ljóst sé að fagleg þekking hans á umönnun fatlaðra er engin. En Philippe hefur sínar ástæður fyrir því að honum leist best á þann sem engan séns átti í starfið. Það á síðan eftir að koma í ljós að innsæi hans var rétt og smám saman myndast á milli þessara ólíku manna einstök vinátta sem smitar alla sem á horfa.
Í öðru sæti DVD listans er íslenska glæpamyndin Borgríki, sem sat í efsta sætinu í síðustu viku. What To Expect When You´re Expecting hefur einnig notið mikilla vinsælda á DVD, og er búin að vera fimm vikur á listanum og situr núna í þriðja sæti listans.
Bruce Willis og félagar í Cold Light of Day eru í fjórða sæti, og Matthew McConaughey situr ásamt meðleikurum sínum í Killer Joe í fimmta sæti.
Listinn er í heild sinni hér fyrir neðan: