Brotist var inn á heimili kvikmyndaleikkonunnar Lindsey Lohan um helgina, en Lohan er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndinni Mean Girls.
Talsmaður leikkonunnar, Leslie Sloane-Zelnik, segir að innbrotið hafi átt sér stað á meðan Lohan og systir hennar, Ali, voru fjarverandi.
Sloane-Zelnik segir að mörgum persónulegum hlutum leikkonunnar hafi verið stolið.
Talsmaðurinn segir að lögreglan í Hollywood rannsaki nú myndir úr eftirlitsmyndavélum hússins.

