Indiana Jones í miklu stuði á toppnum

Ævintýramyndin Indiana Jones and the Dial of Destiny kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, en margir höfðu beðið spenntir eftir að upplifa ný ævintýri hetjunnar á hvíta tjaldinu.

Kvikmyndir.is sá myndina einmitt um helgina og mælir eindregið með henni.

Myndin byrjar með æsilegum eltingarleik í fortíðinni þegar Jones er enn ungur og í fullu fjöri. Leikar færast svo fram í tímann þegar hetjan er orðin roskin en þó ekki dauð úr öllum æðum.

Þegar líður á myndina eykst spennan og fjörið með sannarlega óvæntum vinkli í lokin. Helgigripurinn sem Indiana Jones vill koma höndum yfir, og býr yfir óvæntum og stórkostlegum eiginleikum, var búinn til af sjálfum Arkímedes frá Sýrakúsu (287 f.Kr. — 212 f.Kr.) grískum stærðfræðingi, stjarnfræðingi, heimspeking, eðlisfræðingi og vélfræðingi. Hann er oft talinn með mestu stærðfræðingum allra tíma.

Vondi kallinn er fyrrum nasisti sem hyggur á heimsyfirráð.

Elemental niður um eitt

Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, teiknimyndin Elemental og í því þriðja situr köngulóarmaðurinn í Spider-Man: Across the Spider-verse.

Nýja myndin Ruby Gillman, Teenage Kraken, teiknimynd sem fjallar um táningssæskrímsli, fór beint í fimmta sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: