Inception enn með 100% á RT

Þegar þessi texti er skrifaður er nýjasta mynd Christophers Nolan, Inception, með fullt hús á vefsíðunni RottenTomatoes.com, en þó svo að það sé eflaust tímabundið þá er samt vert að benda á umtalið sem hún hefur verið að fá frá erlendum fjölmiðlum.

Á RT er myndin komin með 17 umfjallanir og er með 9 í meðaleinkunn, sem er ekki bara rugl góð byrjun heldur góður fyrirboði um það sem koma skal.

Hér eru nokkur kvót frá erlendum gagnrýnendum:

10/10
„Inception is a masterpiece. Making a huge film with big ambitions, Christopher Nolan never missteps and manages to create a movie that, at times, feels like a miracle.“
– CHUD

5/5
„A wildly entertaining and dazzling mind-trip not to be missed. Kubrick would have been proud.“ – Box Office Magazine

5/5
„Inception could very well be Nolan’s masterpiece.“ – IGN Movies

4.5/5
„Inception doesn’t just dream bigger than most movies even dare, but it leaves the audience feeling inspired to do the same.“ – CinemaBlend

4/5
„A film erupting with ideas, ambition and intelligence, one that credits the viewer with the capacity for some mental heavy lifting.“ – SFX Magazine

Enn óviss um það hvort þú ætlir að kíkja á forsýninguna okkar eða ekki?