IMDB býður uppá 6.000 fríar myndir á netinu

Vefsíðurnar IMDB.com og Amazon.com hafa ákveðið að taka samstarf sitt á næsta stig og bjóða nú uppá um 6.000 kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu IMDB. Framtakið hefur verið í undirbúningi um langt skeið, en útgáfan sem nú er á netinu er prufuútgáfa (Beta).

,,Markmið IMDB er að vera leiðandi kvikmyndavefur á internetinu og er þetta næsta skref okkar til að halda því markmiði. Í framtíðinni ætlum við að hafa allar kvikmyndir og flesta sjónvarpsþætti aðgengilega á vefsíðu okkar.“ segir í tilkynningu frá IMDB.

Athuga skal að efnið er aðeins aðgengilegt í Bandaríkjunum til að byrja með, og því er ekki möguleiki fyrir okkur Íslendingana að njóta góðs af þessu framtaki.