Hvíl í friði, Kahn

Mexíkóski leikarinn Ricardo Montalban lést heima hjá sér í gærkvöldi. Hann var 88 ára, og er best bestur sem Kahn í Star Trek-myndinni The Wrath of Kahn.

Margir þekkja hann einnig sem illmennið Vincent Ludwig í fyrstu Naked Gun-myndinni eða sem afinn úr Spy Kids 2 og 3. Hann á ekki stóran kvikmyndaferil að baki en hann var mikið þekktur fyrir sjónvarpsþætti og ýmis konar leiksýningar.
Því miður fór lítið fyrir honum s.l. áratug, enda hafði hann verið í hjólastól síðan ’93.

Ricardo lætur eftir sig fjögur börn.