Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 84.sinn síðastliðinn sunnudag og í þetta skiptið voru það myndirnar The Artist og Hugo sem báru af. Þó svo að það sé skemmtilegt að sjá leikara, leikstjóra, handritshöfunda og kvikmyndageirafólk vinna verðlaun hlýtur að vera hægt að fá smá kikk út úr því að horfa á sama fólkið tapa.
Bloggari tók sig saman og setti saman hreyfimynd yfir kostulegustu viðbrögð þeirra sem hafa tapað Óskarsverðlaunum undanfarna áratugi. Lengst til hægri á listanum er sigurvegarinn í hvert skipti en þær fjórar hreyfimyndir til hliðar sýna viðbrögð taparanna. Það er ansi gaman að skoða þetta og sjá viðbrögð pirraðra leikara (vá hvað Meryl Streep er búin að tapa oft!).
Hreyfimyndina má sjá hér (gefið henni smá tíma til þess að opnast).