Hvaða tungumál talar Svarti Pardusinn?

Þeir sem nú þegar hafa séð ofurhetjusmellinn Captain America: Civil War,  ( ekki lesa lengra ef þú vilt ekkert vita fyrirfram um myndina ) kynntust þar m.a. Wakanda prinsinum T´Challa, öðru nafni Black Panther ( Svarti pardusinn ), en hann kemur fyrst við sögu þegar hann blandast inn í fyrirætlanir Sameinuðu þjóðanna um að koma böndum yfir The Avengers ofurhetjuhópinn, en margir telja hópinn ekki mega leysa lausum hala og velja sjálfur sín eigin verkefni.

null

Þetta land sem Pardusinn er frá, Wakanda, hefur komið við sögu í fleiri Marvel ofurhetjumyndum, og til dæmis þá kom Ulysses Klaue ( sem Andy Serkis lék ) í Avengers: Age of Ultron, einmitt frá Wakanda, en búist er við að sú persóna snúi aftur þegar gerð verður sérstök mynd um Black Panther.

Á nokkrum stöðum í Captain America: Civil War, þá sést T’challa, sem Chadwick Boseman leikur, tala Wakandan tungumálið við föður sinn, T’chaka.  En þar sem þetta land, Wakanda, er í raun bara skáldskapur, þá hafa ýmsir velt fyrir sér hvaða tungumál þeir feðgar séu í raun að tala í myndinni.

black panther

Sem betur fer þá hefur leikstjórinn Joe Russo varpað ljósi á málið, en hann segir tungumálið heita Xhosa.

„Tungumálið sem við notuðum fyrir Wakanda er kallað Xhosa. John Kani, leikarinn sem leikur föður T’Challa, talar tungumálið og kenndi Chadwick það. Það er talað af 7,6 milljón manns í Suður Afríku,“ sagði Joe Russo.

Von er á sérstakri Black Panther mynd 16. febrúar 2018, en talið er að myndin muni einmitt gerast í þessu ágæta þykjustulandi, Wakanda, og þá munum við væntanlega heyra nóg af Xhosa málinu á ný.