…. með rúmar 200 milljónir dollara á heimsvísu!
The Hunger Games er nú í þriðja sæti yfir bestu fyrstu helgaraðsóknir allra tíma á eftir The Dark Knight og Harry Potter & The Deathly Hallows: Part II. Myndin malaði gull í Bandaríkjunum með 155 milljónir dollara í aðsókn (tvöfalt meira en hvað myndin kostaði) og nánast 60 milljónir á erlendum markaði. Svo virðist sem almennilegar kvenpersónur á borð við Katniss Everdeen eru aðsóknarmeiri en Bella úr Twilight-myndabálknum. The Hunger Games á nú einnig metið yfir tekjuhæstu kvikmynd sem er ekki framhaldsmynd og tekjuhæstu vorhelgaraðsókn allra tíma.
Auk þessara himinháu aðsóknartalna hlaut myndin einnig lof flestra gagnrýnenda (þar á meðal Tomma) og er nú 86% fersk á Rotten Tomatoes, 183 af 214 gagnrýnendum fóru fögrum orðum um myndina og er óhætt að telja að framhaldið sé á næstu grösum. Ætli Gary Ross snúi aftur til að leikstýra framhaldsmyndunum?
Hversu margir lesendur eru búnir að sjá The Hunger Games og hvernig fannst ykkur hún?