Hrottalegt atriði úr Mirrors (myndband) – B.I. 16

Á nýliðinni Comic Con hátíð þá var sýnt redband atriði úr væntanlegri hryllingsmynd Alexandre Aja sem ber nafnið Mirrors og skartar þeim Kiefer Sutherland og Amy Smart í aðalhlutverkum, en Aja leikstýrði síðast hryllingsmyndinni The Hills Have Eyes sem vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út árið 2006.

Þetta atriði er vægast sagt hrottalegt en það sýnir eitt ógeðslegasta atriði myndarinnar og er því stranglega bannað börnum. Það sýnir Amy Smart rífa af sér kjálkann með berum höndunum. Í myndbandinu má einnig sjá Alexandre Aja útskýra sína meiningu með atriðinu, og hann segir m.a. að þetta sé, að hans mati, eftirminnilegasta atriði myndarinnar.

Myndbandið má sjá á forsíðu okkar fyrst um sinn en við mælum með því að þið kíkið á það á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is (smellið á örvatakkann næstlengst til hægri til að horfa á það í full screen)

Smellið hér til að fara á undirsíðu myndarinnar og horfa á atriðið

ATH! ATRIÐIÐ ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Mirrors kemur í bíó á Íslandi þann 12.september næstkomandi