Hross í oss verðlaunuð í Gautaborg

hrossÍslenskir kvikmyndagerðarmenn koma ekki tómhentir heim frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, því kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, hreppti verðlaun áhorfenda sem besta norræna myndin. Benedikt hlaut einnig  FIPRESCI-verðlaunin, en þau eru veitt af alþjóðlegu gagnrýnendasamtökunum.

Baltasar Kormáki var veitt sérstök heiðurs Drekaverðlaun við verðlaunaathöfn hátíðarinnar, en þetta var í fyrsta sinn sem slík heiðursverðlaun eru veitt á hátíðinni.

Aðalverðlaun kvöldsins hlaut svo Hisham Zaman fyrir myndina Letter to the King (Brev til kongen). Ítalski leikstjórinn Emma Dante vann verðlaun Ingmar Bergmans fyrir myndina A Street in Palermo.

Sérstakur fókus var tileinkaður íslenskum kvikmyndum á hátíðinni og voru alls 7 íslenskar kvikmyndir sýndar við þetta tilefni. Kvikmyndirnar voru Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson, 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, Stormviðri eftir Sólveigu Anspach, Voksne mennesker eftir Dag Kára, Hinn undursamlegi sannleikur um Raquelu drottningu eftir Ólaf Jóhannesson, Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur og XL eftir Martein Þórsson.