Í tilefni Hrekkjavökunnar í næstu viku ætla Sambíóin Egilshöll að sýna klassískar hrollvekjur í bland við nýrri dagana 30. – 31. október nk.
Um er að ræða sex hryllingsmyndir þessa tvo daga og verður hver mynd sýnd einu sinni á dag.
Í tilkynningu frá SAM bíóunum segir að ef þú þorir að láta hræða úr þér líftóruna þessa hrekkjavökuna er Sambíóin Egilshöll staðurinn til þess.
Myndirnar eru eftirfarandi:
Dýraverndunar- og aðgerðasinnar ráðast inn í rannsóknarstofu og ætla sér að frelsa simpansa-apa sem eru tilraunadýr, en eru smitaðir af vírus sem veldur brjálæði. Hinir barnslegu aðgerðasinnar hundsa bænir vísindamanna um að opna ekki búrin, og afleiðingarnar eru skelfilegar. ...
Leikkona í heimsókn í Washington D.C. tekur eftir dramatískum og hættulegum breytingum sem eru að verða á hegðun og geðslagi 12 ára gamallar dóttur sinnar. Á sama tíma fer ungur prestur í háskóla þar nálægt, Georgetown háskólanum, að efast um trú sína á Guð þegar hann ...
Vann Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð og besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Tilnefnd til 8 annarra Óskarsverðlauna.
Rannsakendur sem sérhæfa sig í yfirskilvitlegum atburðum hjálpa fjölskyldu sem kemst í kynni við illar verur. Sagan gerist árið 1971. Caroly og Roger Parren flytja ásamt fjölskyldu sinni í niðurnítt sveitabýli á Rhode Island og fljótlega fara hollvekjandi og martraðakenndir hlutir...
Framhald The Exorcist frá árinu 1973 sem fjallaði um 12 ára stúlku sem var andsetin af djöfullegum krafti, sem knúði móður hennar til að leita hjálpar hjá tveimur prestum. Hér er það faðir andsetins barns sem leitar hjálpar hjá móðurinni. ...
Sagan gerist í Frakklandi árið 1956. Prestur er myrtur og vonskan breiðist út. Systir Irene þarf rétt einu sinni að horfast í augu við hina illgjörnu Valak, djöflanunnuna....
Myndin er byggð á einum kafla, The Captain´s Log, úr sígildri sögu Bram Stoker frá 1897, Dracula. Sagan gerist um borð í rússnesku skonnortunni Demeter sem var notuð til að flytja leynilegan farm - tuttugu og fjóra ómerkta viðarkassa - frá Carpathia til Lundúna. Skrýtnir atburðir ...
Sýningartímar verða aðgengilegir hér á kvikmyndir.is og á sambio.is