Horton slær í gegn vestanhafs

Teiknimyndin frá 20th Century Fox, Horton Hears a Who var frumsýnd vestanhafs og á Íslandi um helgina og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem fjölskyldumynd/barnamynd fer á toppinn.

Myndin græddi 45,1 milljónir dollara og það sem þykir einstakt er að 53% fjölskyldufólk á móti heilum 47% ungmenna sáu myndina, en svona jöfn skipting á G-rated mynd hefur ekki sést síðan Ice Age 2 var frumsýnd.

Horton Hears a Who er gerð eftir frægri barnabók Dr. Seuss og er með leikara eins og Steve Carrell og Seth Rogen sem ljá karakterum rödd sína. Myndin var einnig frumsýnd á Íslandi um helgina og verður því fróðlegt að sjá hvort henni hafi gengið jafnvel á klakanum!