Hollywood gerir fótboltamynd um Ghana

ghanaBandarískur verðlaunarithöfundur ætlar að skrifa ekta Hollywood spennutrylli upp úr hinni sönnu en ótrúlegu sögu af peningunum sem fótboltalið Ghana á Heimsmeistaramótinu í fótbolta fékk senda.

Handrit Darryl Wharton-Rigby mun fjalla um sendiboða sem á að flytja 3 milljónir Bandaríkjadala yfir Atlantshafið til Brasilíu til að koma í veg fyrir að landslið Ghana fari ekki í verkfall, til að mótmæla því að hafa ekki fengið greidd laun. Myndin verður byggð á alvöru vandræðum sem höfðu áhrif á liðið áður en þeir duttu úr keppni. Til að krydda söguna verður skálduðum atvikum bætt inn í.

Söguþráðurinn verður á þá leið að milljónunum þremur er stolið þegar misyndismenn sitja fyrir sendiboðanum, og nú hefur hann aðeins 12 klukkustundir til að endurheimta peningana, eða að öðrum kosti að svara fyrir hvað gerðist hjá yfirboðurum sínum ( og líklega Ghanverjunum í landsliðinu í Brasilíu ).

„Heimurinn er í fótboltastuði og Hollywood hefur smitast af því,“ sagði Wharton-Rigby, fyrrum handritshöfundur hjá Emmy verðlaunaþáttunum Homicide: Life on the Street.

Sagan af peningunum er þessi í stuttu máli. Forseti Ghana, John Dramani Mahama, neyddist til að senda flugvél með þremur milljónum dala til Brasilíu handa leikmönnum landsliðsins, eftir að ósætti kom upp í liðinu vegna launamála, og liðið hótaði verkfalli. Það gekk svo langt að liðið neitaði að mæta á æfingu þegar þeir fengu ekki laun. Liðið tapaði síðan síðasta leik sínum í riðlakeppninni 2-1 gegn Portúgal, og lauk þar með keppni.