Höfundur Babe látinn

Dick King-Smith, höfundur sögunnar um grísinn Babe, sem samnefnd metsölumynd var byggð á, er látinn 88 ára að aldri.
Bók Smiths heitir upprunalega The Sheep Pig.
Höfundurinn lést á heimili sínu nálægt Bath í Englandi, en hann hafði glímt við veikindi síðustu ár.
King-Smith var heiðraður af Elísabetu ll drottningu og fékk OBE orðuna fyrir framlag sitt til barnabókmennta.
Höfundurinn vann í 20 ár sem bóndi áður en hann fór í skóla og lærði að vera kennari. Þegar hann var á sextugsaldri byrjaði hann að skrifa bækur, og fyrsta bók hans var The Fox Busters, um kjúklinga sem hefna sín á refum. Sú bók kom út árið 1978.

Alls hafa komið út meira en 100 bækur eftir Smith, aðallega bækur um dýr, og þá helst um svín, sem voru uppáhaldsdýrin hans. Bækur hans hafa selst í meira en 15 milljónum eintaka um allan heim.
Óskarsverðlaunamyndin Babe frá árinu 1995 var byggð á sögu hans um svín sem hegðaði sér eins og fjárhundur. Eftir það varð Smith og bækur hans, frægar um allan heim.
Samkvæmt útgefanda Smith, þá lét hann frægðina aldrei stíga sér til höfuðs, og var með báða fætur á jörðinni.

Hann lætur eftir sig seinni konu sína Zona, þrjú börn, 14 barnabörn, fjögur barna-barnabörn og eitt barna – barna – barnabarn.

Stikk: