Unviersal Pictures hafa fundið nýjan leikstjóra fyrir söngvamyndina Pitch Perfect 3, eftir að Elizabeth Banks, leikstjóri síðustu myndar, gaf verkefnið frá sér í júní sl.
Nýi leikstjórinn er Trish Sie, sem leikstýrði dansmyndinni Step Up: All In.
Í myndinni koma þær allar saman á ný, aðalstjörnur fyrri myndanna tveggja, þær Anna Kendrick, Rebel Wilson og Brittany Snow.
„Þetta eru eins og jólin, þjóðhátíðardagurinn og afmælisdagurinn minn allir í einu, bara ennþá betra,“ sagði leikstjórinn himinlifandi yfir ráðningunni á twitter síðu sinni.
Is there a word to express a thrill this big? I GET 2 DIRECT #PitchPerfect3! It’s like Xmas, 4th of July & my bday all at once, only better!
— Trish Sie (@bigbadtrish) September 1, 2016
Pitch Perfect 2 er tekjuhæsta söngvamynd allra tíma með 250 milljónir Bandaríkjadala í tekjur af sýningum um allan heim, en það er tvöfalt meira en fyrsta myndin, sem var óvæntur smellur, þénaði, eða 115 milljónir dala.
Banks mun verða viðriðin myndina sem framleiðandi, ásamt eiginmanni sínum Max Handelman.
Banks sést næst sem þorpari í Power Rangers myndinni nýju.