Hetjur háloftanna til bjargar í þriðja sinn

Þriðja Marvel ofurhetjumyndin um hetjur háloftanna, Guardians of the Galaxy Vol. 3, kemur í bíó nú á miðvikudaginn. Sem fyrr heldur James Gunn um stjórnartaumana og skrifar handrit.

Fyrsta myndin sló eftirminnilega í gegn árið 2014 þar sem við fylgdumst með þeim Chris Pratt í hlutverki Peter Quill, Zoe Saldana í hlutverki Gamora og Dave Bautista í hlutverki Drax, og öðrum meðlimum þeysast um alheiminn. Undir hljómaði frábært samansafn af sígildum popplögum úr vasadískói Quill.

Guardians of the Galaxy Vol. 3 (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 82%

Peter Quill sem er enn að jafna sig eftir andlát Gamora, safnar hópnum saman til að verja alheiminn. Ef verkefnið mistekst gæti það riðið Guardians of the Galaxy sveitinni að fullu....

Kúlnaspreðandi þvottabjörn

Söguþráður þessarar nýjustu myndar fjallar um undarlegan uppruna Rocket, kúlnaspreðandi tvífætta þvottabjarnarins, sem Bradley Cooper talar fyrir.

Við fáum fljótt að vita að hann var tilraunadýr í stíl við það sem gekk á á eyju Dr. Moreau, en kvalari hans er himnavera leikin af Chukwudi Iwuji, geim-erfðafræðingur með fullkomna tilraunastofu sem að auki býr yfir góðu samansafni af ofurhetjukröftum ( Hann getur hent hlutum í kringum sig eins og Jedi og búið til fjólubláar og hvítar sprengingar).

Gulli sleginn og myndarlegur

Þegar eitt af sköpunarverkum vísindamannsins, hinn gullhúðaði og fjallmyndarlegi Adam Warlock, sem Will Poulter leikur, slasar Rocket lífshættulega, þurfa félagar þvottabjarnarins að endurheimta lykilorð úr höfuðstöðvum nýja erkióvinarins sem getur aftengt drápstakka á hjarta Rocket.

„Þetta er um húmor, spennu og geimævintýri,“ segir Kevin Feige framleiðandi í kynningarmyndbandi, „en einnig og einkum um þessa fjölskylduendurfundi.“

Karen Gillan sem leikur Nebulu segir að myndin sé upprunasaga. „Við lærum meira og meira um hvað Rocky hefur gengið í gegnum í lífinu.“

Pom Klementieff sem leikur Mantis, segir að allt liggi í smáatriðunum.

Chris Pratt talar um hugmyndaauðgi, tónlist og fegurð. „Þetta er frábær saga úr hugarskoti brjálaða snillingsins James Gunn.“