Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Island of Dr. Moreau 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. október 1996

Through DNA experimentation Dr. Moreau has upset the balance of nature. By turning animals into humans, he's turned heaven into hell.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Myndin gerist árið 2010. Dr. Moreau hefur með góðum árangri sameinað erfðaefni manna og dýra, og búið til nýja dýrategund. En ekki gengur allt eins og í sögu, og David Thewlis verður að stöðva tilraunirnar áður en það verður um seinan. Mann-skepnurnar sem Dr. Moreau hefur búið til dýrka skapara sinn sem guð og föður og lifa samkvæmt hans lögum,... Lesa meira

Myndin gerist árið 2010. Dr. Moreau hefur með góðum árangri sameinað erfðaefni manna og dýra, og búið til nýja dýrategund. En ekki gengur allt eins og í sögu, og David Thewlis verður að stöðva tilraunirnar áður en það verður um seinan. Mann-skepnurnar sem Dr. Moreau hefur búið til dýrka skapara sinn sem guð og föður og lifa samkvæmt hans lögum, en hver og einn þeirra er með ígrætt tæki í líkamanum sem bæði getur valdið þeim sársauka og dauða. Samningamaður Sameinuðu þjóðanna, Edward Douglas, sem er eini eftirlifandinn úr flugslysi, er hjálpað á land á eyju Dr. Moreaua af eiturlyfjasjúkum og klikkuðum aðstoðarmanni vísindamannsins, Montgomery, og verður að lokum fangi. Hann verður skelfingu lostinn að verða vitni að tilraunum Dr. Moreau, og óttast um líf sitt. Douglas biður dóttur Moreau að hjálpa sér að flýja eynna, en Montgomery og hans menn koma í veg fyrir það í hvert sinn. Að lokum uppgötva skepnurnar tilveru raftækjanna í líkama sínum og fjarlægja þau, sem gefur þeim færi á að gera uppreisn. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd um David Thewlis sem leikur mann í Sameinuðu Þjóðunum en þegar flugvélin ferst þurfa þeir eftirlifandi að keppast um seinust vatnsdropa og snúa sér að drepa hvorn annan en Thewlis er sá eini sem lifir af og er fundinn af skipi berandi Val Kilmer sem tekur Thewlis á eyju Dr. Moreaus. Thewlis kemst að eitthvað skrýtið sé á seyði á eyjunni og reynir að flýja en hann veit þegar of mikið. Og eru sköpunarverk Moreaus að snúast gegn meistara sínum ofbeldislega. Myndin er undirmetin á sinn hátt en sumt í myndinni er alveg út í hött og bara alveg hundleiðinlegt en myndin sjálf er þess virði að sjá og jafnvel eiga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja eins og er, mér finnst þessi mynd alls ekki slæm. Góðir leikarar í aðalhlutverki og hún er alveg andskoti spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg finnst manni grátlegt þegar svona einvalalið fagmanna sendir frá sér öskutunnumat sem þetta. Myndin er í molum frá upphafi til þess sem á að vera endir og finnst manni heldur súrt að þetta komi frá þeim sama leikstjóra og gerði meistaraverkin Ronin og Manchurian Candidate. Byggt á líklega verstu sögu H.G. Wells sem hefur nokkrum sinnum áður verið kvikmynduð. Varist sem heitan eldinn og þykir mér víst að flestum þyki skemmtanagildi stillimyndar ríkissjónvarpsins meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn