Herkúles fær nýtt nafn

Hercules-3D-Kellan-LutzLionsgate framleiðslufyrirtækið hefur gefið Herkúles myndini Hercules: The Legend Begins, nýtt nafn. Nú heitir myndin The Legend of Hercules.

Eins og við höfum sagt frá áður þá ákvað fyrirtækið fyrir tveimur vikum síðan að flytja frumsýningardag myndarinnar í Bandaríkjunum fram um einn mánuð eða til 10. janúar 2014, en á þeim degi er engin alvöru samkeppni frá öðrum myndum þar sem engin önnur mynd er frumsýnd þennan dag í jafn mikilli dreifingu.

The Legend of Hercules verður frumsýnd sex mánuðum áður en Paramount fyrirtækið frumsýndir myndina Hercules, með Dwayne Johnson í aðalhlutverkinu.

Það er finnska hasartröllið Renny Harlin sem leikstýrir The Legend of Hercules, í tví og þrívídd.

Hér fyrir neðan er ný stikla úr myndinni: