Hemsworth nakinn og Ford sköllóttur – Ný stikla

Ný stikla er komin fyrir nýjustu mynd Liam Hemsworth, sem hefur meðal annars leikið í The Hunger Games myndunum. Myndin heitir Paranoia, en Hemsworth leikur þar á móti Amber Heard, metnaðarfullan tölvusnilling að nafni Adam Cassidy, sem lendir í erfiðri aðstöðu þegar yfirmaður hans biður hann um að stela viðskiptaleyndarmálum frá samkeppnisaðila.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Þeir sem hafa gaman af að sjá Hemsworth nakinn, ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í þessari mynd ef eitthvað er að marka stikluna, en einnig má sjá hann þarna glerfínan í jakkafötum.

„Yfirleitt geng ég ekki í jakkafötum,“ sagði Hemsworth við Yahoo vefmiðilinn. „Þetta var áhugavert fyrir mig … miklu ólíkara en nokkuð sem ég hef gert áður. Ég held að þetta láti mann líta á hvernig annað fólk lifir sínu lífi – umboðsmenn, útsendarar og þessháttar fólk.“

hemsworth

Aðrir leikarar í myndinni eru auk þeirra Heard og Hemsworth, Gary Oldman og Harrison Ford, sköllóttur!

Paranoia kemur í bíó 16. ágúst í Bandaríkjunum.