Hellisbúarnir Cage og Rynolds

Nicolas Cage og Ryan Reynolds munu tala fyrir hellisbúa í nýrri teiknimynd DreamWorks
Animation’s „The Croods,“. Myndin er gamanmynd þar sem ættflokkahöfðinginn (Cage) og aðkomumaðurinn (Reynolds) rugla saman reitum.

Persóna Cage heitir Crug, en Crug þarf að leiða ættflokkinn sinn til nýrra heimkynna eftir að jarðskjálfti setur heimili þeirra í rúst. Á leiðinni hittir hann flæking, sem Reynolds leikur, sem heillar ættflokkinn upp úr skónum, og þá sérstaklega elstu dóttur Crugs, enda hugsar hann nútímalegar og öðruvísi en allir aðrir.

Leikstjóri myndarinnar verður Kirk DeMicco, sem leikstýrði Space Chimps.

Dreamworks sendu aðeins eina teiknimynd frá sér á síðasta ári, en á þessu ári er áætlað að það komi út þrjár myndir; „Dragon“, „Shrek Forever After“ og „Megamind“

Á næsta ári er svo von á framhaldinu á Kung Fu Panda;  „Kung Fu Panda: The Kaboom of
Doom“ og „Puss in Boots“ sem byggt er á stígvélaða kettinum í Shrek.

Stígvélaði kötturinn úr Shrek fær sérstaka teiknimynd um sig.