Hellboy verður álfur

PerlmanNosferatuHellboy leikarinn Ron Perlman hefur verið ráðinn í Harry Potter forsöguna Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem gerð er eftir bók J.K. Rowling.

Heimildir The Hollywood Reporter herma að hann muni þar leika álf ( e. goblin ).

Tökur myndarinnar standa nú yfir á Englandi en Óskarsverðlaunaleikarinn breski Eddie Redmayne leikur þar hinn framúrskarandi galdrasérfræðing Newt Scamander.

Atburðirnir í Fantastic Beasts eiga sér stað 70 árum áður en galdrastrákurinn Harry Potter les bók Scamander í galdraskóla.

Fyrr í þessari viku var sagt frá því að Gemma Chan, Carmen Ejogo og Jon Voight væru sömuleiðis orðin hluti af leikaraliðinu.

Perlman hefur að undanförnu leikið í sjónvarpsseríunum Sons of Anarchy og  Hand of God.