Vísindaskáldsagan Looper skartar ófáum stjörnunum í aðalhlutverkum og er myndarinnar beðið með þónokkurri eftirvæntingu vestanhafs, en m.a. hefur stikla myndarinnar vakið mikla lukku á veraldarvefnum. Bruce Willis, Emily Blunt, Joseph-Gordon Levitt, Paul Dano og Jeff Daniels leika aðalhlutverkin á meðan að Rian Johnson leikstýrir ásamt því að skrifa handrit myndarinnar, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa komið að gerð mynda eins og Brick og The Brothers Bloom.
Looper fjallar um manninn Joe (Gordon-Levitt) sem vinnur við að drepa samkeppni framtíðarmafíunar sem þeir senda til hans í fortíðina, en í framtíðinni er tímaflakk ólöglegt og einungis stundað á svarta markaðinum. Joe fylgir fyrirmælum þeirra hiklaust jafnvel þegar þeir senda framtíðarútgáfuna af honum (Bruce Willis). En honum mistekst að ganga frá framtíðar-sér og þarf nú að eltast við sjálfan sig.
Nú er komið nýtt plakat fyrir myndina sem telst ansi speisað, og miðað við stikluna og heildarumgjörð markaðsferðarinnar fyrir útgáfu myndarinnar þá er ljóst að hér er vandað til verka. Smellið á plakatið fyrir betri upplausn.
Fyrir sci-fi fíkla eins og mig þá er þetta argasta klám. Looper kemur í bíó á Íslandi 28.september næstkomandi.