Bíómyndin sem áður hét Hauskúpueyja, eða Skull Island, hefur fengið nýjan titil til að tengja hana betur við aðalsöguhetjuna, risaapann King Kong. Nú heitir myndin Kong: Skull Island. Auk þess hefur frumsýningardagur myndarinnar verið færður um heila fimm mánuði.
Kong: Skull Island verður nú frumsýnd þann 10. mars árið 2017, en upprunalega dagsetningin var 6. nóvember 2016.
Jordan Vogt-Roberts leikstýrir myndinni en í aðalhlutverki er Tom Hiddleston. Myndin segir frá rannsóknarleiðangri sem fer djúpt inn í frumskóg á hinni víðsjárverðu og ævafornu eyju sem King Kong býr á.
Myndin verður að sjálfsögðu í þrívídd og í risabíóformatinu IMAX 3D.