Hasselhoff bleikur með páskakanínunni í Hop

David Hasselhoff var flottur á rauða dreglinum þegar teiknimyndin Hop var frumsýnd nú fyrir helgi í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Hoffarinn, eða „The Hoff“, skellti sér í hvít og bleik kjólföt og stillti sér upp til myndatöku ásamt páskakanínunni, sem er aðalpersónan í Hop, og tveimur ungum fuglum sem koma þar einnig við sögu.

Sjálfur fer X-factor dómarinn og fyrrum strandvarðaleikarinn með gestahlutverk í myndinni.

Til að sjá myndina í fullri stærð ásamt myndasyrpu með öðrum vandræðalegum rauðadregils-pósum frægra kvikmyndaleikara með teiknimyndafígúrum smellið þá hérna á vef The Daily Beast.

Hop er fjölskyldumynd sem segir frá Fred, atvinnulausum slugsara. Einn daginn þegar hann er annars hugar úti að keyra verður hann fyrir því óláni að keyra á og slasa páskakanínuna. Nú verður Fred að taka á honum stóra sínum og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til þess að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim.
Fred áttar sig fljótt á því að það að hjúkra Páskakanínunni verður ekki auðvelt verk þar sem hún er versti húsgestur sem hugsast getur. En með aðstoð hvort annars geta þessir nýju“ vinir“ tekist á við hin ólíklegustu mál.

Stikk: