Harry Potter með horn – myndband!

Fyrsta sýnishornið er komið úr nýjustu mynd Alexandre Aja,  Horns, en Daniel Radcliffe, Harry Potter sjálfur, fer með aðalhlutverkið, hlutverk manns sem vaknar einn daginn með horn á hausnum.

daniel radcliffe

 

Radcliffe leikur Ig Perrish, ungan mann sem er grunaður um að hafa nauðgað og myrt unnustu sína, glæp sem hann framdi ekki.

Hornin sem byrja að spretta upp úr enni hans, bæta gráu ofan á svart, en þó fylgir þeim sá hæfileiki að Perrish getur nú dregið játningar upp úr ókunnugu fólki, sem er hæfileiki sem mun hjálpa honum að finna hinn raunverulega morðingja unnustunnar.

Sjáðu atriðið hér fyrir neðan:

Þetta er ekki mjög langur bútur, en gefur samt ágætis mynd af því við hverju má búast.

Aðrir leikarar eru m.a. Juno Temple, Max Minghella og James Remar. 

Myndin er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem nú stendur yfir, en ekki er búið að ákveða frumsýningardag myndarinnar fyrir almennar sýningar.