Harry Potter leikstjóri tæklar Stephen King

Warner Bros. tilkynntu nýlega að til stóð að gera kvikmynd eftir Stephen King bókinni The Stand. Bókin, sem kom út árið 1978, fjallar um baráttu góðs og ills í heimi þar sem nánast öllu lífi hefur verið þurrkað út af dularfullum vírus.

Harry Potter-teymið David Yates og Steve Kloves eru nú í viðræðum við Warner Bros. og stefnir í að tvíeykið taki verkefnið að sér. Yates leikstýrði þremur síðustu myndunum um galdrastrákinn Potter á meðan Kloves skrifaði handrit myndanna. Sjálfur hefur hrollvekjumeistarinn Stephen King sagt að eina leiðin til að The Stand yrði gerð góð skil væri ef um þríleik væri að ræða. Bætti hann þá við að Jake Gyllenhaal væri draumaleikari hans í aðalhlutverkið, en hvort verði úr því verður að koma í ljós.