Jon Hurwitz og Hayden Schlossberg, sem skrifuðu handritið að Harold and Kumar Go To White Castle og Harold and Kumar Escape from Guantanamo Bay ásamt því að leikstýra þeirri síðarnefndu, hafa verið fengnir til að leikstýra og skrifa handritið að þriðju Harold and Kumar myndinni.
Söguþræðinum er haldið undir feldi enn sem komið er, en John Cho og Kal Penn munu að öllum líkindum snúa til baka til að klára þríleikinn. New Line var dreifingaraðili fyrstu myndanna en þar sem fyrirtækið hefur verið innlimað í Warner Bros samsteypuna munu þeir sjá um dreifingu og framleiðslu að þessu sinni.
Þess má til gamans geta að Harold and Kumar Escape from Guantanamo Bay átti fyrst að fara beint á DVD.

