Hann er kallaður MACHETE!

Húrra! Húrra! Húrra!!

Trailerinn að myndinni sem „allir“ hafa verið að bíða eftir er loksins kominn út.

Í tilefni af hátíðardegi Mexíkó, cinco de mayo (sem þýðir einfaldlega 5. maí), var trailernum að Machete sleppt lausum.

Öll þessi bið hefur verið þess virði, en það eru komin þrjú ár síðan
við sáum Machete fyrst í Planet Terror. Þessi trailer hefur upp á margt
nýtt að bjóða þó sum brot virðist hafa verið klippt beint út úr fyrri
„plat“ trailernum. Meðal áhugaverða viðbóta eru ný, fáránlega svöl vopn
(sérstaklega eitt sem þið eigið pottþétt eftir veita áhuga sjálf) og
leikarar eins og Robert De Niro, Michelle Rodriguez, Jessica Alba og STEVEN SEAGAL ásamt fleirum.

Ýtið hér til að horfa: Machete trailer

Njótið vel og sýnið svo öllum vinum ykkar þessa mögnuðu klippu!!

Hvað fannst ykkur annars mest spennandi við trailerinn?

Var eitthvað þarna sem olli ykkur vonbrigðum?

Stikk: