Grínmyndin The Hangover er orðin vinsælasta grínmynd
allra tíma hérlendis, að því er segir í fréttatilkynningu frá SAMbíóunum. Síðastliðinn þriðjudag höfðu yfir 50.000 einstaklingar séð kvikmyndina í
Sambíóunum frá frumsýningu myndarinnar (10 júní). „…óhætt er að fullyrða að sú
tala muni einungis hækka enda er myndin enn í sýningu við góðar vinsældir
landsmanna,“ segir í tilkynningunni.

