Hálfsystir Drew Barrymore fannst látin

barryHálfsystir Drew Barrymore, Jessica Barrymore, fannst látin í bíl snemma í gær, þriðjudag, í National City í Kaliforníu, rétt norður af San Diego í Bandaríkjunum.

Líkið fannst þegar kona sem var á leið í vinnu komst ekki út úr bílastæði sínu þar sem bíll var fyrir, samkvæmt KGTV ABC10 San Diego.

Hún er sögð hafa komið að Jessica meðvitundarlausri í sæti bifreiðarinnar, með orkudrykk milli fóta sér, og fullt af hvítum pillum í farþegasætinu. Krufning hefur ekki farið fram.

„Þó ég hafi aðeins hitt hana stuttlega, þá óska ég henni og ástvinum hennar eins mikilli hugarró og mögulegt er, og ég samhryggist þeim af öllu hjarta,“ sagði Drew í yfirlýsingu sem People tímaritið fékk í dag, miðvikudag.

Drew og Jessica voru samfeðra. Jessica hefði orðið 48 ára á morgun, 31. júlí.

Síðustu skilaboðin á Facebook síðu hennar voru eftirfarandi:

„Life doesn’t always introduce you to the people you WANT to meet. Sometimes, life puts you in touch with the people you NEED to meet to Help You, to Hurt You, to Guide You, to Leave You, to Love You, and to gradually Strengthen You into the Person You Were Meant to Become.“

„Yes!“, stóð fyrir ofan skilaboðin.