Haldin valkvæðri blindu

broderickMatthew Broderick og Chloë Sevigny munu leika aðalhlutverk á móti hinni ungu og upprennandi bresku leikkonu Shannon Tarbet í myndinni Look Away, sem er gamanmynd með svörtum húmor.

Tarbet er aðalpersónan og Broderick og Sevigny leika foreldra hennar. Myndin fjallar um óvenjulega unga konu sem getur ekki séð móður sína vegna ágalla sem kallast valkvæð blinda.

Tökur hefjast 8. júní í Hudson Valley í New York.

Á meðan við bíðum eftir að þessi mynd komi í bíó er hægt að berja Broderick augum fljótlega í myndinni Dirty Weekend eftir Neil LaBute og einnig í nýjustu mynd Warren Beatty, sem ekki hefur enn fengið nafn. Sevigny lék nú nýverið í Netflix seríunni Bloodline, sem og kvikmyndinni Love and Friendship og þarnæst American Horror Story: Hotel.