Guillermo Del Toro með vampíruþríleik

Við birtum fyrir stuttu frétt sem sagði frá því að leikstjórinn Guillermo del Toro væri uppbókaður til ársins 2017. Eitthvað hefur honum ekki fundist það nóg, því hann hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni skrifa vampíruþríleik.

Hann skrifar bækurnar í samvinnu með rithöfundnum Chuck Hogan, en fyrsta bókin af þremur ber nafnið The Strain og kemur í bóksölur næsta sumar. Bækurnar fjalla um lífshættulegan sjúkdóm sem herjar á New York borg, og sögupersónurnar í bókunum munu rekja sjúkdóminn allt aftur til gamla testamentsins.

Guillermo del Toro er nú þegar búinn að samþykkja að endurgera Frankenstein og leikstýra myndunum Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Slaughterhouse Five og Drood. Við megum einnig einnig ekki gleyma því að næsta mynd Guillermo del Toro er að sjálfsögðu The Hobbit sem kemur út árið 2011.

Tengdar fréttir

4.9.2008        Guillermo del Toro er bókaður til ársins 2017

22.8.2008      Handritsgerð hafin fyrir væntanlega Hobbit mynd