Allt er til. Myndin Balls of Fury er grínmynd um borðtennis. Og ekki vantar í hana skrautlega karaktera. Christopher Walken leikur til að mynda alþjóðlegan vopnasala með brennandi áhuga á borðtennis sem heldur eigið borðtennismót. Í útliti minnir hann á súrrealískt asískt afbrigði af Drakúla. Myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf.

